Erlent

Sprengið dönsk sendiráð - drepið danska sendiherra

Óli Tynes skrifar
Danski fánninn brenndur í múslimaríki.
Danski fánninn brenndur í múslimaríki. AP/Myndasafn

Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á íranska þinginu hefur hvatt forseta landsins til þess að endurskoða tengslin við Danmörku og Holland eftir að Múhameðsteikningarnar umdeildu voru endurbirtar.

Tvöhundruð og fimmtán af 290 þingmönnum undirrituðu bréf þess efnis til Mahmouds Ahmadinejad.

Á Gaza ströndinni sem Hamas samtökin stjórna voru viðbrögðin öllu harðneskjulegri. Þar var danski fáninn brenndur og talsmaður samtaka sem kalla sig Andspyrnunefnd fólksins hvatti alla múslima til þess að sprengja upp dönsk sendiráð og drepa sendiherrana.

Hann hvatti einnig réttrúaða til þess að leita uppi þá sem hefðu teiknað myndirnar og þá sem hefðu birt þær, og slátra þeim.

Múhameðsmyndirnar voru birtar aftur eftir að upp komst um ráðagerð þriggja múslima um að myrða einn danska teiknarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×