Erlent

Sex hengdir í Íran

Óli Tynes skrifar

Sex menn voru hengdir í Íran í dag fyrir vopnað rán. Samtökin Amnesty international segja að hvergi í heiminum séu aftökur jafn tíðar og í Íran.

Það hefur verið svo síðan 1979 þegar sharia lögin tóku gildi eftir islömsku byltinguna.

Samkvæmt þeim liggur dauðarefsing við morðum, framhjáhaldi, nauðgunum, vopnuðum ránum, eiturlyfjasmygli og því að hverfa frá islamdskri trú. Aftökur í Íran hafa oft farið fram opinberlega, eins og í Saudi Arabíu.

Í síðasta mánuði var hinsvegar gefin út tilskipun um að þær fari fram fyrir luktum dyrum nema í sérstökum tilfellum.

Með því vilja yfirvöld gera aftökur minna áberandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×