Erlent

Skóda með vígtennur

Óli Tynes skrifar
Skóda Fabía Super 2000.
Skóda Fabía Super 2000.

Skóda bílar dagsins í dag þykja ágætlega smíðaðir, enda Skóda komin í samkrull við Volkswagen. Það er þó frekar litið á þá sem hentuga og hagkvæma fjölskyldubíla en gráðuga malbiksháka.

Staðreyndin er raunar sú að Skóda verksmiðjurnar hafa tekið þátt í allskonar bílasporti í meira en 100 ár.

Og ný útgáfa af litlu Fabiunni sem nú er verið að prófa er sko malbikshákur. Tegundarnafnið er Fabia Super 2000.

Vélin er 2 lítra, fjögurra sílendra og skilar 280 hestöflum. Í henni er hrært með sex gíra beinskiptingu og það er drif á öllum hjólum.

Þetta er virkilega snotur bíll, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Og miðað við hestaflatölur er líklega gaman að taka hann til kostanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×