Innlent

„Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“

Guðni Ágústsson kippir sér ekki upp við spilamennsku Birkis.
Guðni Ágústsson kippir sér ekki upp við spilamennsku Birkis. MYND/GVA

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil.

„Mér sýnist að í þessum málum sé það svo að bannað er að hafa atvinnu af fjárhættuspilum og að þeir sem standa fyrir þessu og græða á því gætu verið sekir. Ég ætla því ekki að fordæma þessa þáttöku Birkis enda stunda þúsundir manna þetta hér á landi," segir Guðni.

Hann segist ekki vilja dæma um siðferðilegu hliðina á málinu, „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum sagði einhversstaðar, og ég lít ekki á þá sem stunda þetta, og græða eða tapa eftir atvikum, sem lögbrjóta."

„Það kann hins vegar vel að vera að það þurfi að fara yfir lög og reglur í þessu eins og svo mörgu," segir Guðni og bætir við: „Spilamennska er íþrótt og tómstundagaman um alla veröld og hér líka þannig að þröskuldarnir eiga ekki að vera of háir í þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×