Alþjóðlega matarhátíðin Food and fun stendur nú sem hæst. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og koma tugir verðlaunakokka víða að og elda fyrir gesti á fimmtán veitingastöðum í borginni.
Í dag sýndu kokkarnir listir sínar þegar þeir kepptu í matreiðslu og valinn var kokkur hátíðarinnar.
Það var Geir Skeie frá Noregi sem fór með sigur af hólmi í keppninni.
Nýr norrænn matur er þema hátíðarinnar að þessu sinni en henni lýkur á morgun.
Skeie sigraði á Food and Fun
