Erlent

Greenpeace mótmæla á Heathrow

Mótmælendurnir klifruðu upp á þak vélarinnar og breiddu þar út mótmælaborða.
Mótmælendurnir klifruðu upp á þak vélarinnar og breiddu þar út mótmælaborða. MYND/ Símamynd frá Greenpeace

Mótmælendur á vegum Greenpeace samtakanna ruddust inn á flugbraut á Heathrow flugvellinum á Englandi í morgun og klifruðu upp á Boeing 777 þotu sem var að koma frá Manchester.

Fólkið breiddi úr borða sem á stóð „Neyðarástand í loftslagsmálum - enga þriðju flugbraut.". Mótmælendurnir biðu eftir að farþegar vélarinnar fóru frá borði og síðan klifruðu þau upp á vélina. „Ég stend hér upp á þessari flugvél vegna þess að plánetan okkar og við sem búum á henni erum í hættu," sagði Anna Jones, 27 ára gamall mótmælandi frá Leeds í samtali við Sky fréttastofuna.

Ástæða þess að Heathrow flugvöllur varð fyrir valinu til þess að mótmæla loftslagsbreytingum er sú að til stendur að bæta við flugbraut á vellinum og stækka hann um tæpan helming. Heathrow er nú þegar stærsti flugvöllur í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×