Erlent

Meiriháttar Mini

Óli Tynes skrifar
Moni Cooper frá John Cooper Works.
Moni Cooper frá John Cooper Works. MYND/John Cooper Works.

Mini Cooper S hefur þótt alveg sæmilega sprækur bíll með sína 170 hestafla vél frá BMW.

Ein eins og Jeremy Clarkson segir; "Það er ekkert til sem heitir of stór bílvél." Bílabreytingarfyrirtækið John Cooper Works hefur nú sent frá sér Mini Cooper fyrir Jeremy.

Með því að efla forþjöppuna skilar vélin 211 hestöflum og 280 Nm. Hröðunin er líka ágæt því bíllinn er 6,5 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða.

Hámarkshraði er 240 kílómetrar á klukkustund. John Cooper Works hefur einnig sett stærri hjól undir bílinn, lækkað boddíið og gert fjöðrunina stífari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×