Skuggalegur Cameron 4. mars 2008 11:15 Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun
Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun