Sport

Brett Favre hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brett Favre er einhver þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna.
Brett Favre er einhver þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Nordic Photos / Getty Images

Brett Favre, goðsögn í amerískum fótbolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir sautján ára feril.

Eftir því sem kemur fram hjá ESPN í Bandaríkjunum mun hann hafa tilkynnt Mike McCarthy, þjálfara Green Bay Packers, um ákvörðun sína í gærkvöldi. Þetta hefur ESPN eftir Bus Cook, umboðsmanni Favre.

Favre mun hafa sagt að álagið sem fylgir íþróttinni geri það að verkum að hann sé ekki tilbúinn í átökin eitt ár í viðbót, eins og forráðamenn Packers vonuðust til.

Green Bay tapaði fyrir New York Giants í úrslitum Þjóðardeildarinnar sem síðan vann New England Patriots í Superbowl-leiknum.

Voru það mikil vonbrigði fyrir Favre sem hafði vonast til að ljúka ferlinum með sínum þriðja meistaratitli á ferlinum.

Hann hóf ferilinn með Atlanta Falcons árið 1991 en var síðan skipt til Green Bay ári síðar þar sem hann lék allt til loka.

Enginn hefur gefið fleiri sendingar fyrir snertimörkum í sögu NFL-deildarinnar en alls gaf hann 442 slíkar sendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×