Viðskipti erlent

Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlandi, lítur til Gordons Brown, forsætisráðherra landsins.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlandi, lítur til Gordons Brown, forsætisráðherra landsins. Mynd/AFP

Englandsbanki ákvað eftir fund sinn í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar markaðsaðila.

Hagfræðingar segja ákvörðunina beinast að því að halda verðbólgu niðri. Sé ekki útilokað að þeir verði lækkaðir á næstu misserum, að sögn fréttastofu Associated Press.

Bankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×