Formúla 1

Formúlu 3 vertíðin hefst hjá Kristjáni Einari

Kristján á Silverstone í gær.
Hinn nítján ára Kristján Einar Kristjánsson var við æfingar á Silverstone brautinni í gær, en hann keppir í Formúlu 3 í Bretlandi á þessu ári. Kristján ekur bíl frá Carlin Motorsport og nýtur stuðnings frá Salt Investments, sem er fyrirtæki í eigu Róbert Wessmann. Kristján mun keyra víðsvegar í Evrópu frá miðjum apríl og fram á haust í mótum sem er liður í bresku meistarakeppninni í Formúlu 3. "Þetta er erfiðasta braut sem ég hef keyrt, lítið grip og mikil einbeiting. En það var ótrúlega góð tilfinning að keyra loksins þessa drottningu bresks mótorsports og dagurinn gekk bara vel," sagði Kristján Einar eftir æfinguna í gær. Sjá nánar á www.kappakstur.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×