Erlent

Eitt af tunglum Satúrnusar einnig með hringi

Nú bendir allt til þess að eitt af tunglum Satúrnusar hafi einnig hringi í kringum sig eins og móðurplánetan.

Geimfarið Cassini flaug framhjá Satúrnusi árið 2004 og upplýsingar sem það sendi til baka benda til að hringir séu í kringum tunglið Rhea. Ef þetta fæst staðfest mun það í fyrsta skipti sem hringir finnast í kringum tungl.

Vísindamenn segja að hringirnir í kringum Rhea hafi aldrei sést en hægt er að geta sér til um tilurð þeirra með mælingum á rafeindum sitthvoru megin við tunglið.

Ekki er vitað með hvaða hætti þessir hringir hafa myndast en helst er talið að smástirni eða halastjarna hafi sprungið í grennd við Rhea til forna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×