UNIFEM á Íslandi sett ný viðmið í söfnunum Guðjón Helgason skrifar 8. mars 2008 18:31 Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála. Fréttir Innlent Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála.
Fréttir Innlent Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira