Innlent

Hólmsheiði vondur kostur

Ferðaáætlanir þúsunda manna hefðu raskast síðustu daga - ef búið hefði verið að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði. Blindþoka var á heiðinni í dag - á meðan sólskinið lék við flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir skort á ákvörðunum setja innanlandsflugið í kreppu.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á heimasíðu sinni að síðustu daga hafi veðráttan verið slík að ef innanlandsflugvöllur hefði verið kominn á Hólmsheiði hefði hann verið meira og minna lokaður undanfarna 3-4 daga. Bara út frá veðurfræðilegu sjónarhorni væri Hólmsheiði því vondur og óskynsamlegur kostur.

Síðustu fjóra daga var tekið á loft eða lent samtals 340 sinnum á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tölum frá Flugstoðum. Þúsundir farþega fóru með Flugfélagi Íslands þessa daga. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Árni Gunnarsson, segir að um 4000 farþegar hafi flogið með félaginu síðustu fjóra daga.

Þó er Hólmsheiðin eini staðurinn sem skoðaður hefur verið af einhverri alvöru sem hugsanlegt stæði undir nýjan innanlandsflugvöll. Árni segir að bara skýjafarið á umræddu flugstæði á Hólmsheiði þýddi að verri nýting yrði á flugvelli þar en í Vatnsmýri.

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×