Handbolti

Óskar Bjarni í viðræðum við HSÍ

Mynd/Eyþór

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals í handbolta, er í viðræðum við HSÍ um að gerast aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar hjá íslenska landsliðinu.

Í vefsíðunni handbolti.is var greint frá því í dag að málið væri í höfn en Óskar Bjarni vísaði því á bug en sagði frekari tíðinda að vænta af málinu í vikunni.

Greint var frá því í Fréttablaðinu á dögunum að Óskar Bjarni ætti í viðræðum við HSÍ um að taka við aðstoðarþjálfarastöðunni.

Guðmundur Guðmundsson var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari eftir mikla leit og Óskar Bjarni kemur til með að starfa við hlið hans. Óskar Bjarni stýrði Valsmönnum til sigurs í Eimskips bikarnum á dögunum þar sem liðið sigraði Fram í úrslitum.

Þá urðu Valsmenn einnig Íslandsmeistarar undir hans stjórn á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×