Handbolti

Haukur marka­hæstur þegar Dinamo náði níu stiga for­skoti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson var að spila vel í Búkarest í dag.
Haukur Þrastarson var að spila vel í Búkarest í dag. VÍSIR/VILHELM

Dinamo Búkarest styrkti enn frekar stöðu sína á toppi rúmensku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir heimasigur á liðinu í þriðja sæti í dag.

Dinamo vann þá Buzau með fjögurra marka mun, 30-26, eftir að hafa einu marki yfir í hálfleik, 17-16.

Dinamo er nú með níu stiga forystu á Potaissa Turda sem á reyndar leik inni.

Þetta var fjórði deildarsigur í röð hjá Dinamo sem hefur unnið 16 af 17 deildarleikjum sínum og ekki enn tapað.

Haukur Þrastarson var markahæstur í liðinu með sjö mörk en Darko Djukic skoraði jafnmikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×