Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir 10. mars 2008 21:29 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira