Erlent

Hvítur háhyrningur sést undan strönd Alaska

Mjög sjaldgæfur hvítur háhyrningur hefur sést undan ströndum Alaska og hefur það leitt til þess að fjöldi vísindamanna er nú á leið á svæðið.

Samkvæmt frásögn á CNN er ekki um albínóa að ræða þar sem háhyrningur hefur brúnleita tóna á húð sinni þar sem dökkur litur er undir eðlilegum kringumstæðum. Þar að auki er vitað að albínóar farast nær alltaf sem ungviði vegna sjúkdóma og þess að þeir eru auðséð bráð.

Þessi hvíti háhyrningur sást fyrst fyrir utan Aleutian-eyjar fyrir nokkrum árum en hefur ekki sést síðan. Hann ferðast um hafið í 12 dýra fjölskyldu. Hann virðist vera heilbrigt karldýr, nær tíu metra langur og um fimm tonn að þyngd.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×