Körfubolti

Tindastóll vann Íslandsmeistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Justin Shouse skoraði 25 stig fyrir Snæfell í kvöld.
Justin Shouse skoraði 25 stig fyrir Snæfell í kvöld. Mynd/Anton
Tindastóll heldur enn í vonina um sæti í úrslitakeppninni eftir tveggja stiga sigur á KR í framlengdum leik, 96-94.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 85-85 en heimamenn náðu að klára leikinn í framlengingunni.

Snæfell vann sigur á ÍR, 87-83, í Stykkishólmi. Heimamenn voru með forystuna allan tímann í leiknum en sigurinn var þó ekki öruggur. Staðan í hálfleik var 43-38.

Justin Shouse skoraði 25 stig fyrir Snæfell, Slobodan Subasic skoraði sextán og Hlynur Bæringsson tólf.

Hjá ÍR var Tahirou Sani stigahæstur með nítján stig, Hreggviður Magnússon skorað átján og Nate Brown fjórtán.

Snæfell og Njarðvík eiga í harðri baráttu um 4. sætið í deildinni og þar með heimavallarréttinn í viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Bæði lið eru þó enn jöfn að stigum þar sem að Njarðvík vann sinn leik í kvöld en liðið vann fimmtán stiga sigur á Fjölni, 98-83.

Baráttan um áttunda sæti er enn opin þar sem Þór tapaði sínum leik í kvöld, fyrir Grindavík á útivelli. Grindavík vann sannfærandi sigur, 107-95.

Tindastóll getur enn jafnað Þór og ÍR að stigum. Það getur Stjarnan einnig en liðið mætir Hamar á morgun.

Þá getur Keflavík nánast tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Skallagrími á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×