Erlent

Krabbameinssjúklingar sem tilraunadýr

Óli Tynes skrifar

Breska heilbrigðisráðuneytið og breska Krabbameinsfélagið hafa opnað nítján nýjar heilsugæslustöðvar.

Þær eru aðeins ætlaðar dauðvona krabbameinssjúklingum sem eru hættir að svara venjulegri lyfjagjöf og eiga ekki neinn kost eftir.

Í þessum stöðvum eru sjúklingunum gefin lyf sem ennþá er verið að þróa, löngu áður en leyfi hefur verið gefið fyrir notkun þeirra.

Læknarnir sem taka þátt í verkefninu vona að með þessu verði hægt að stytta þróunarferli nýrra lyfja um helming eða meira.

Mörg lyfjanna sem verið er að þróa eru svo leynileg að það má ekki einusinni gefa upp vinnuheiti þeirra.

Læknarnir eru mjög meðvitaðir um hætturnar sem fylgja svona tilraunum og byrja á því að gefa sjúklingunum örskammta til að sjá hvernig þeir bregðast við.

Og leyfi fyrir notkun tilraunalyfjanna er aðeins veitt þegar allt annað hefur verið reynt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×