Erlent

Umbætur í landbúnaði á Kúbu

Óli Tynes skrifar
Raul Castro.
Raul Castro.

Raul Castro hinn nýi leiðtogi Kúbu virðist vera að fikra sig í átt til umbóta. Á fundum þvers og kruss um landið er bændum sagt að þeir fái sjálfir að ráða því hvað þeir rækta á sínu landi og hvert og hvernig þeir selji það.

Slíkar ákvarðanir verði ekki lengur teknar í hinu sautján hæða háa landbúnaðarráðuneyti.

Níutíu prósent af ræktarlandi á Kúbu er í eigu ríkisins. Það örlitla brot sjálfstæðra bænda sem eftir er framleiðir hinsvegar sjötíu prósent af uppskerunni.

Landbúnaðurinn hefur verið svo miðstýrður að bændur hafa jafnvel ekki ráðið hvar og hvenær þeir keyptu sér áburð og jafnvel stígvél. Ríkisbatteríið hefur séð um öll slík innkaup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×