Erlent

Endeavour losar festar við geimstöðina

Óli Tynes skrifar

Geimferjan Endeavour hefur verið fimmtán daga í geimnum. Þar af hefur hún verið tengd við Alþjóðlegu geimstöðina í tólf daga.

Áætlað er að hún lendi á jörðinni annað kvöld. Á meðan ferjan var tengd við geimstöðina fór áhöfn hennar og geimstöðvarinnar í fimm geimgöngur til þess að sinna margvíslegum verkefnum.

Meðal annars var æfð viðgerð á hitahlíf Endeavour. Allar geimgöngurnar þóttu takast með afbrigðum vel.

Yfirmaður stjórnstöðvarinnar í Houston í Texas sagði á fundi með fréttamönnum að þetta væri án efa flóknasta alþjóðlega verkefni sem unnið hefði verið í geimnum.

Fimmtán þjóðir hefðu tekið þátt í því með einum eða öðrum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×