Erlent

ESB gæti minnkað seladráp í Kanada

Fyrstu 12 daga lífs síns eru kóparnir með hvítan loðinn feld.
Fyrstu 12 daga lífs síns eru kóparnir með hvítan loðinn feld. MYND/AFP
Evrópusambandið er um það bil að setja á innflutningsbann sem gæti hjálpað til við að binda endi á umdeildar selaveiðar Kanadamanna samkvæmt því sem dýraverndunarsamtök segja.

Á hverju ári eru 250 þúsund vöðuselir drepnir af veiðimönnum með kylfum og rifflum. Dýraverndunarsamtök hafa í áraraðir reynt að stöðva veiðarnar og telja sig nú vera nálægt því markmiði með því að fá ESB til að samþykkja bann á selaafurðum.

Á fréttavef Sky kemur fram að sérfræðingar segi að það gæti haft áhrif þar sem Kanada gæti þá ekki lengur flutt selskinn í gegnum evrópskar hafnir á leið til stórra markaða í Kína og Rússlandi.

Á þessu ári verða 275 þúsund selir drepnir, en Kanadamenn segja að  það muni ekki ógna stofni allt að sex milljón dýra og halda því fram að selaveiðar séu mikilvægur þáttur efnahagsins.

Selirnir fæðast í mars. Á fyrstu vikunum fá þeir fæðu frá mæðrum sínum og þá er bannað að veiða  þá samkvæmt lögum. Vöðukópar eru með hvítan feld fyrstu 12 daga lífs síns. Frá árinu 1987 hefur verið ólöglegt að veiða þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×