Þetta hefði getað verið miklu verra 25. mars 2008 13:52 Dirk Nowitzki þótti hafa sloppið vel eftir slæma byltu á sunnudaginn NordcPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira