Svartsýni í Bandaríkjunum 25. mars 2008 16:08 Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira