Markaðurinn dregur andann eftir mikla hækkun 26. mars 2008 09:12 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur lækkað lítillega í sænsku kauphöllinni eftir mikla hækkun síðustu daga. Mynd/Vilhelm Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúm tuttugu prósent síðan fyrir páska ef litið er til lægsta gildis þá og hæsta gildis nú. Mikil viðskipti voru með bréf Kaupþings í gær, bæði hér og í Svíþjóð, en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp tíu prósent. Sænski bankinn SEB Enskilda var umsvifamikill kaupandi í gær og var talið að bæði bankinn hafi séð sér hag í kaupum á bréfunum auk þess sem skortsalar hafi verið að loka stöðum sínum og kaupa þau. Vísitölur á Norðurlöndunum hafa lækkað lítillega og hækkað það sem af er dags. OMX-30 hlutabréfavísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 0,16 prósent, OMX-25 vísitalan í Finnlandi um 0,25 prósent en C-20 vísitalan í Danmörku hækkað lítillega, eða um 0,04 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,2 prósent, Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,07 prósent á meðan Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,12 prósent. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,3 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni hér eftir rúman hálftíma. Vísitalan hækkaði um 6,16 prósent í gær og hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúm tuttugu prósent síðan fyrir páska ef litið er til lægsta gildis þá og hæsta gildis nú. Mikil viðskipti voru með bréf Kaupþings í gær, bæði hér og í Svíþjóð, en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp tíu prósent. Sænski bankinn SEB Enskilda var umsvifamikill kaupandi í gær og var talið að bæði bankinn hafi séð sér hag í kaupum á bréfunum auk þess sem skortsalar hafi verið að loka stöðum sínum og kaupa þau. Vísitölur á Norðurlöndunum hafa lækkað lítillega og hækkað það sem af er dags. OMX-30 hlutabréfavísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 0,16 prósent, OMX-25 vísitalan í Finnlandi um 0,25 prósent en C-20 vísitalan í Danmörku hækkað lítillega, eða um 0,04 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,2 prósent, Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,07 prósent á meðan Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,12 prósent. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,3 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni hér eftir rúman hálftíma. Vísitalan hækkaði um 6,16 prósent í gær og hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira