Formúla 1

Schumacher deilir út sektarfé McLaren

Michael Schumacher hefur úr vöndu að ráða ásamt þeim sem deila munu út sektarfé McLaren .
Michael Schumacher hefur úr vöndu að ráða ásamt þeim sem deila munu út sektarfé McLaren . mynd: kappakstur.is
Michael Schumacher er í nefnd sem ákveður hvað verður gert við þá peninga sem McLaren þurfti að borga í sekt vegna njósnamálsins í fyrra. McLaren var sektað um 100 miljónir dala, en þurfti að greiða 60 miljónir í peningum eftir að verðlaunafé í mótum hafði verið dregið frá sektinni. FIA kaus í sérstaka nefnd til að útdeila sekttarfénu. Í henni eru auk Schumacher, Max Mosley forseti FIA, Nick Craw, Jean Todt og Nobert Haug. Sem sagt tveir menn með tengsl við Ferrari og einn frá Mercedes og McLaren. Sektarfénu verður miðað til ýmiskonar akstursíþrótta næstu fimm árin til að auka veg ungra ökumanna og auka öryggi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×