Erlent

Erfðavísar krossfaranna finnast í Líbanon

Vísindamenn hafa fundið erfðavísa frá krossförunum í Líbanon. Um er að ræða sérstaka DNA "skrift" í fólki í landinu og er hún rakin til krossfaranna sem bjuggu þarna frá tólftu til fjórtándu aldar.

Uppgvötun þessi var gerð í tengslum við Genograpich verkefnið en því er ætlað að rekja fólksflutninga mannkynsins í gegnum DNA rannsóknir.

DNA "skriftin" sem hér um ræðir finnst einkum í kristnum mönnum í Líbanon en múslimar bera hana einnig.

Krossfararnir komu einkum frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. Vitað er að fjöldi þeirra settist að í Mið-Austurlöndum er krossferðirnar stóðu yfir.

Þótt krossfararnir séu löngu liðnir lifa erfðavísar þeirra enn meðal fólksins sem nú býr á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×