Erlent

Al-Sadr dregur herlið til baka

Liðsmenn í her Moqtada al-Sadr í Basa í dag.
Liðsmenn í her Moqtada al-Sadr í Basa í dag. MYND/AP

Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr skipaði í dag hersveitum sínum að hverfa af götum borga í suðurhluta Íraks og hætta árásum á íraska hermenn. Átök síðan á þriðjudag hafa kostað nærri 240 manns lífið.

Al-Sadr sagðist vilja stöðva blóðbaðið svo tryggja mætti stöðugleika í landinu og sjálfstæði þess. Stjórnvöld, sem hafa boðið herskáum greiðslu skili þeir vopnum sínum, segja þetta jákvæða þróun mála. Að mati sérfræðinga hefður ráðamenn líkast til frekar viljað fá vopn herliðsins í hendurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×