Viðskipti erlent

Ágæt byrjun nýjum ársfjórðungi

Fyrsti ársfjórðungur byrjað vel á flestum fjármálamörkuðum í gær, nema hér. Þannig rauk Nikkei-vísitalan upp um 4,21 prósent við lokun markaða í Asíu í morgun auk þess sem vísitölur á meginlandi Evrópu hafa sveiflast beggja vegna núllsins.

Mikil hækkun var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og smitaði hún út frá sér á hlutabréfamarkaði í Asíu, að sögn Associated Press.

Nokkur atriði skýra hækkunina nú, að sögn fréttastofunnar. Bæði hafa menn beðið þess lengi að erfiðum fyrsta ársfjórðungi ljúki auk þess sem fjárfestar telja líkur á að það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum.

Helstu vísitölur á meginlandi Evrópu sveifluðust beggja vegna núllsins eftir opnun markað í morgun en standa nú á rauðu. Þannig hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,37 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 0,18 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi lækkað um 0,11 prósent. Þá hefur samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hækkað um 0,31 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×