Erlent

Fá inngöngu á endanum

Guðjón Helgason í Búkarest skrifar
Frá fundinum í Búkarest fyrir stundu.
Frá fundinum í Búkarest fyrir stundu.

Skýrt er kveðið á um það í lokaplaggi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu að Georgía og Úkraína fái aðild að bandalaginu. Viðræðuáætlun verður þó ekki samþykkt að sinni.

Skýrt tekið fram í lokaplagginu að ríkin tvö verðir aðilar á endanum. Lokaplaggið verður formlega samþykkt á fundi leiðtoga allra 26 bandalagsríkja innan stundar.

Rússar eru andvígir stækkun NATO í austur og hafa lagst harðlega gegn því að Georgía og Úkraína fái aðild. Mörg Evrópuríki, með Frakka og Þjóðverja í fararbroddi, voru með efasemdir á fundinum um að ríkin tvö væru tilbúin til að hefja viðræður um aðild.

Hugmyndin var sú að viðræðuáætlun yrði samþykkt (MAP - Membership Action Plan) sem síðan myndi leiða til þess að ríkjunum yrði boðið til formlegra aðildarviðræðna á næsta leiðtogafundi.

Ekkert verður af slíku í bili en utanríkisráðherra bandalagsríkjanna munu meta stöðuna á reglubundnum fundi sínum í desember.

George Bush, Bandaríkjaforseti, lagði áherslu á að viðræðuáætlun yrði samþykkt þegar hann fór til fundar við ráðamenn í Kænugarði fyrr í vikunni. Í dag sagðist hann ætla að leggja áherslu á þetta mál áður en hann léti af embætti um næstu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×