Erlent

Telpum bjargað frá fjölkvænismönnum

Óli Tynes skrifar

Söfnuður Warrens Jeffs klofnaðí frá Mormónakirkjunni áratugum eftir að Mormónar höfnuðu fjölkvæni árið 1890.

Klofningssöfnuðurinn vildi viðhalda fjölkvæni. Hann keypti stóran búgarð í Eldorado í Texas þar sem safnaðarmeðlimir bjuggu. Mjög einangraðir.

Jeff tók við stjórn safnaðarins af föður sínum sem lést árið 2002. Telpurnar fimmtíu og tvær sem voru fjarlægðar frá búgarðinum í gær voru á aldrinum frá sex mánaða til sautján ára.

Átján elstu telpurnar voru strax teknar í umsjá barnaverndanefndar. Talsmaður lögreglunnar segir að það séu þær telpur sem grunur leikur á að hafi þegar verið misnotaðar, eða í mikilli hættu.

Um 150 manns bjuggu á búgarðinum. Þar var til siðs að gifta barnungar stúlkur eldri mönnum, jafnvel ættingjum sínum.

Warren Jeffs hefur þegar verið dæmdur til langrar fangelsisvistar fyrir kynfereðisbrot gegn börnum í Utah. Það hafa einnig verið lagðar fram ákærur gegn honum í Arizona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×