Erlent

Teldu rétt, strákur

Óli Tynes skrifar

Kosningatölur hafa enn ekki verið birtar í Zimbabwe, þrátt fyrir háværar kröfur stjórnarandstöðunnar þar um. Það hefur þó verið viðurkennt að Morgan Tsvangirai hafi fengið fleiri atkvæði en Róbert Múgabe.

Stjórnarandstaðan óttast mjög að Múgabe muni reyna að halda völdum með góðu eða illu. Skýrt hefur verið frá því að lögreglan hafi ráðist inn á skrifstofur andstöðunnar og hrellt hana á ýmsan annan hátt.

Múgabe hélt því í fyrstu fram að Tsvangirai hefði ekki fengið tilskilinn meirihluta og því þyrfti að kjósa aftur.

Samkvæmt stjórnarskránni yrði önnur umferð kosninga að vera í síðasta lagi þrem vikum eftir þá fyrri. Múgabe sagði hinsvegar að það yrði ekkert endilega gert.

Og nú hefur forsetinn breytt um stefnu og segir að það þurfti að telja atkvæðin á nýjan leik. Einhverntíma var sagt; vigtaðu rétt strákur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×