Erlent

Sólkerfi líkt okkar loksins fundið

Stjarnfræðingar hafa uppgvötvað sólkerfi sem líkist mjög sólkerfi okkar og telja nú að fjöldi slíkra sólkerfi geti verið til staðar í geiminum.

Sólkerfið sem hér um ræðir er í um 5.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnfræðingar segja að þeir hafi fundið tvær plánetur í því sem líkjast mjög Júpiter og Satrúnusi.

Einn þeirra sem fundu sólkerfið, Martin Dominik við St Andrews háskólann, segir að sólkerfi þetta gæti vel innihaldið plánetu sem líktist jörðinni að stærð og gerð. Í samtali við BBC sagði Dominik að svo virtist sem sólkerfi þetta hafi myndast á svipaðan hátt og okkar sólkerfi. Þar að auki væru allar líkur á að mun fleiri sólkerfi þessu lík væri að finna í geiminum og þar með plánetur sem líktust jörðinni.

Þrátt fyrir að um 300 sólir, líkar okkar sól, hafi fundist í geiminum er þetta í fyrsta sinn sem sólkerfi líkt okkar finnst. Þar að auki segir Dominik að aðeins 10% af þeim sem fundist hafa eru með fleiri en eina plánetu á sveimi í kringum sig.

Hann segir jafnframt að tækninýungar á sviði stjarnfræðinnar geri það að verkum að æ auðveldara verði í framtíðinni að finna og rannsaka plánetur sem líkjast jörðinni að stærð og gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×