Hlynur: Verðum að halda aftur af skyttunum 7. apríl 2008 14:26 Hlynur Bæringsson Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós." Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós."
Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira