Erlent

Egyptar vara Hamas við að rjúfa landamærin

Óli Tynes skrifar
Paslestínumenn streymdu yfir landamærin til Egyptalands þegar múrinn var sprengdur í janúar.
Paslestínumenn streymdu yfir landamærin til Egyptalands þegar múrinn var sprengdur í janúar.

Egyptar vöruðu í dag Hamas samtökin og samtökin Heilagt stríð við því að rjúfa landamæri Egyptalands að Gaza ströndinni. Einn af leiðtogum Hamas sagði í gær að landamærin yrðu brátt rofin á nýjan leik.

Hamas liðar sprengdu stórt skarð í landamæramúrinn í janúar síðastliðnum. Það varð til þess að hundruð þúsunda Palestínumanna streymdu yfir til Egyptalands til þess að sækja ýmsar nauðsynjar sem skorti vegna lokunar landamæranna að Ísrael.

Í yfirlýsingu frá egypskum stjórnvöldum segir að öllum tilraunum til þess að rjúfa landamærin með valdi verði mætt með viðeigandi aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×