Erlent

Dæmdur til dauða fyrir að bölva spámanninum

Óli Tynes skrifar
Yfirleitt eru menn  hálshöggnir opinberlega í Saudi Arabíu.
Yfirleitt eru menn hálshöggnir opinberlega í Saudi Arabíu.

Tyrkneskur rakari hefur verið dæmdur til dauða í Saudi Arabíu fyrir að formæla Guði og Múhameð spámanni. Tyrkinn rekur stofu í Jedda í Saudi-Arabíu. Það voru tveir viðskiptavinir sem sögðu til hans. Dagblaðið Arab News segir að eftir því sem næst verði komist hafi hann ekki haft neinn lögfræðing sér til varnar.

Heimildarmaður blaðsins segir að rakaranum hafi ekki verið gefinn kostur á því að iðrast. Lögfræðingurinn Abdul Raman al-Lahem segir að flestir islamskir lögmenn vilji gefa mönnum kost á að iðrast og fá yfirbót í svona brotum.

Í sumum tilfellum hafi brotamaðurinn ekki alist upp í islömsku umhverfi og geri sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að nota viss orð. Dauðadæmdir í Saudi-Arabíu eru oftast hálshöggnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×