Viðskipti erlent

Olíuverð ekki lægra síðan í apríl

Kona kemur barni í öruggt skjól eftir óhefðbundnum leiðum í bænum Lafayette í Bandaríkjunum þegar fellibylurinn Gústav fór yfir í gær.
Kona kemur barni í öruggt skjól eftir óhefðbundnum leiðum í bænum Lafayette í Bandaríkjunum þegar fellibylurinn Gústav fór yfir í gær. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði verulega í dag en fellibylurinn Gústav fór yfir Mexíkóflóa í gær. Verðið er undir 106 dölum á tunnu og hefur ekki verið lægra í heila fimm mánuði.

Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur það því fallið um 28 prósent á um þremu mánuðunum.

Að sögn fréttastofu Bloomberg fluttu olíufélög sem eru með starfsemi við flóann sjötíu prósent af starfsfólki sínu á brott úr flóanum af öryggisástæðum um helgina. Það er nú að snúa aftur og olíuvinnsla að fara þar í gang að nýju.

Verð á Brent-olíu fór í 105,46 dali á tunnu í dag, sem er 8,7 prósenta lækkun frá enda síðustu viku og hefur verðið ekki verið lægra síðan í byrjun aprílmánaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×