Lífið

Eitt tonn af hljóðbúnaði fyrir ABBA sýninguna

Arrival.
Arrival.

Um eitt tonn af hljóðbúnaði verður notað á sýningunni The music of ABBA með sænsku hljómsveitinni Arrival í íþróttahúsinu við Hlíðarenda á morgun. Þá verða sett upp sérstök hreyfiljós við sviðið.

,,Uppsetningin gengur vel. Þetta verður mjög kraftmikið," sagði Gísli Þorsteinsson hjá Sense sem sér um uppsetningunni.

Hljómsveitin Arrival, sem er nefnd eftir samnefndri plötu ABBA, skipar 12 manna sveit hljómlistarmanna. Hljómsveitin mun vera sú eina í heiminum sem hefur leyfi til að klæðast nákvæmum eftirlíkingum af búningum ABBA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.