Lífið

Lára Ómarsdóttir til liðs við Bubba Morthens

Popparar leika á alls oddi Bubbi og Björn Jörundur sungu „Er völlur grær“ og léku á alls oddi þegar þeir, ásamt öðrum þungavigtarmönnum úr rokkinu, kynntu tónleika í Laugardalshöll.
Popparar leika á alls oddi Bubbi og Björn Jörundur sungu „Er völlur grær“ og léku á alls oddi þegar þeir, ásamt öðrum þungavigtarmönnum úr rokkinu, kynntu tónleika í Laugardalshöll.

Fremstu popparar landsins voru mættir til að kynna tónleika sem eru liður í allsherjar gleðidegi ætlaðan til að leiða huga almennings frá ömurlegri stöðu efnahagsmála. Lára Ómarsdóttir skipuleggur kynningarmál.

„Neineinei, ég er ekki orðin blaðafulltrúi Bubba. Þetta er bara eitthvað sem höfðaði mjög til mín þannig, einn allsherjar gleðidagur og ég ákvað að vera með,“ segir Lára Ómarsdóttir blaðamaður.

 

Lára Ómarsdóttir Segir gleðidaginn vera nokkuð sem höfðar heldur betur til sín.

Blaðamannafundur var haldinn á Múlakaffi í gær þar sem einn allsherjar gleðidagur næstkomandi laugardag var kynntur. Hljómsveitirnar og tólistarmennirnir Sálin, Ham, Buff, Baggalútur, Stuðmenn, Ný dönsk, Ragnheiður Gröndal og Bubbi Morthens ætla að troða upp í Laugardalshöll á tónleikum þar sem aðgangur verður ókeypis. „Já, upphaflega kemur hugmyndin frá Bubba. Frábær hugmynd. Ég hef tekið að mér að kynna þetta. Allir gefa vinnu sína, þar á meðal atvinnuleysinginn ég,“ segir Lára og hlær. Sjálf hefur hún verið í deiglunni á undanförnum mánuðum en hún hefur farið með ógnarhraða milli starfa.

Frá því að vera fréttamaður á Stöð 2, til þess að vera blaðafulltrúi Iceland Express. Þaðan fór hún á 24 Stundir, sem var lagt niður, þá á Moggann til þess eins að fá uppsagnarbréf þar. Lára lætur þessar vendingar í atvinnumálum ekki draga sig niður. „Ég vil gera eitthvað skemmtilegt í lífinu. Við getum ekki bara legið í volæði og því höfðaði þetta til mín. Þetta verður alveg frábær dagur. Ég hlakka mikið til. Fjöldi fyrirtækja ætla að vera með, bjóða uppá kaffi og með því, bakarar ætla að búa til samstöðubrauð, fullt af fyrirtækjum, góðan skemmtilegan dag. allsherjar samstaða í gleði. Gleyma í smá stund pólitík og skemmta okkur saman,“ segir Lára.

jakob@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.