Viðskipti innlent

Iceland Express semur við stúdenta

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express og Agla Margrét Egilsdóttir, gjaldkeri stúdentafélags HR sjást hér skrifa undir samstarfssamninginn. Á bakvið þau standa þær Jóhanna Klara Stefánsdóttir, formaður SFHR og Gróa Björg Baldvinsdóttir, varaformaður SFHR.
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express og Agla Margrét Egilsdóttir, gjaldkeri stúdentafélags HR sjást hér skrifa undir samstarfssamninginn. Á bakvið þau standa þær Jóhanna Klara Stefánsdóttir, formaður SFHR og Gróa Björg Baldvinsdóttir, varaformaður SFHR.

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Iceland Express og Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, um að Stúdentafélagið fái hér eftir hluta af þeim tekjum, sem verða til vegna sölu á farmiðum til námsmanna við skólann.

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express segir námsmenn frá upphafi hafa verið mikilvægan markhóp fyrirtæksins. Námsmenn leggi meira upp úr sveigjanleika og því að ferðast á hagkvæman hátt en farþegar af eldri kynslóðinni. Iceland Express vilji vera aðal flugfélag unga fólksins.

Samkomulagið mun styrkja fjárhagsgrundvöll Stúdentafélagsins sem sinnir bæði félagslífi og margskonar hagsmunagæslu fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík. Samkvæmt samkomulaginu mun Stúdentafélagið aðstoða við markaðssetningu á þjónustu flugfélagsins til félagsmanna sinna, meðal annars með sölu farmiða í gegnum vefsíðu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×