Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður 11. nóvember 2008 08:26 Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður. Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður.
Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Sjá meira
Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15