Innlent

Krúnukúgarar fyrir rétt í Lundúnum

Óli Tynes skrifar
Paul Aðalsteinsson.
Paul Aðalsteinsson.

Íslendingurinn Paul Aðalsteinsson kom fyrir rétt í Bretlandi í dag ásamt félaga sínum Sean McGuigan. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr meðlim bresku konungsfjölskyldunnar.

Félagarnir eru sagðir hafa krafist 50 þúsund sterlingspunda fyrir að gera ekki opinberar upptökur sem þeir hefðu undir höndum. Þær áttu að sýna viðkomandi meðlim konungsfjölskyldunnar neyta eiturlyfja og hafa kynmök við annan karlmann.

Faðir Pauls Aðalsteinssonar er íslenskur en móðir hans bresk. Þau skildu þegar hann var níu ára gamll. Hann tók þá nöfn úr móðurætt sinni og kallar sig nú Ian Strachan. Hann er 30 ára gamall.

Félagarnir eiga yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi ef þeir verða sakfelldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×