Listin að pirra fólk Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 20. nóvember 2008 06:00 Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð. Vikulegu laugardagsmótmælin eru sama marki brennd. Þingmenn og ráðherrar eru þá sofandi heima hjá sér, nota tækifærið til að skreppa óáreittir í Kringluna eða sitja makindalega í sjónvarpsstúdíói. Þegar þeir svo mæta í vinnuna aftur eftir helgina hefur Alþingi aldrei verið hreinna eða fallegra. Ekki beint réttu skilaboðin. Ég legg til gjörbreytt snið á aðgerðum þeirra sem vilja láta ráðamenn finna fyrir reiði almennings. Í staðinn fyrir friðsöm mótmæli og máttlaus blogg sé ég fyrir mér einhvers konar passíf-aggressíf mótmæli. Eitthvað sem gerir daglegt líf og starf ráðamannanna svo leiðigjarnt að þeir sjái sér á endanum ekki annað fært en að lúffa fyrir vilja þjóðarinnar. Margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum og ef allir taka höndum saman er árangur næstum gulltryggður. Stelið bílastæði Ingibjargar. Ef Árni er á eftir ykkur í röð í verslun skuluð þið vera sérlega lengi að öllu, rabba við afgreiðslufólkið og tvítelja klinkið sem þið borgið með. Ef Björgvin er í næsta bíl á rauðu ljósi, skrúfið þá niður rúðuna og stillið útvarpið á Sögu - á hæsta styrk. Ekki hleypa Geir í nein tæki í ræktinni nema svitablauta lærabanann. Smitið af starrafló alla skógarketti sem búa í námunda við Davíð. Möguleikarnir eru óþrjótandi og þetta eru bara örfá dæmi til að koma ykkur af stað. Kosturinn við aðferðina er að hún örvar hugmyndaflugið og leyfir sköpunargleðinni að njóta sín, sem ekki er vanþörf á í árferði sem þessu. Því frumlegri aðferðir, því meiri áhrif. Til hvers að taka þátt í bókstafstrúarseremóníu einu sinni í viku þegar þú getur byrjað strax í dag að pirra ráðamenn? Það er hreinlega borgaraleg skylda þín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð. Vikulegu laugardagsmótmælin eru sama marki brennd. Þingmenn og ráðherrar eru þá sofandi heima hjá sér, nota tækifærið til að skreppa óáreittir í Kringluna eða sitja makindalega í sjónvarpsstúdíói. Þegar þeir svo mæta í vinnuna aftur eftir helgina hefur Alþingi aldrei verið hreinna eða fallegra. Ekki beint réttu skilaboðin. Ég legg til gjörbreytt snið á aðgerðum þeirra sem vilja láta ráðamenn finna fyrir reiði almennings. Í staðinn fyrir friðsöm mótmæli og máttlaus blogg sé ég fyrir mér einhvers konar passíf-aggressíf mótmæli. Eitthvað sem gerir daglegt líf og starf ráðamannanna svo leiðigjarnt að þeir sjái sér á endanum ekki annað fært en að lúffa fyrir vilja þjóðarinnar. Margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum og ef allir taka höndum saman er árangur næstum gulltryggður. Stelið bílastæði Ingibjargar. Ef Árni er á eftir ykkur í röð í verslun skuluð þið vera sérlega lengi að öllu, rabba við afgreiðslufólkið og tvítelja klinkið sem þið borgið með. Ef Björgvin er í næsta bíl á rauðu ljósi, skrúfið þá niður rúðuna og stillið útvarpið á Sögu - á hæsta styrk. Ekki hleypa Geir í nein tæki í ræktinni nema svitablauta lærabanann. Smitið af starrafló alla skógarketti sem búa í námunda við Davíð. Möguleikarnir eru óþrjótandi og þetta eru bara örfá dæmi til að koma ykkur af stað. Kosturinn við aðferðina er að hún örvar hugmyndaflugið og leyfir sköpunargleðinni að njóta sín, sem ekki er vanþörf á í árferði sem þessu. Því frumlegri aðferðir, því meiri áhrif. Til hvers að taka þátt í bókstafstrúarseremóníu einu sinni í viku þegar þú getur byrjað strax í dag að pirra ráðamenn? Það er hreinlega borgaraleg skylda þín.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun