Fótbolti

Kýpverjar höfðu betur gegn stóra bróður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Famagusta fagna marki.
Leikmenn Famagusta fagna marki. Nordic Photos / AFP
Anarthosis Famagusta varð í kvöld fyrsta knattspyrnuliðið frá Kýpur til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hafði betur gegn Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferð forkeppninnar.

Olympiakos vann reyndar viðureignina á heimavelli í kvöld, 1-0, með marki Fernando Belluschi. Famagusta vann fyrri viðureignina á sínum heimavelli, 3-0, sem dugði til að komast áfram í riðlakeppnina.

„Við vissum að þetta yrði erfitt því Olympiakos er með frábært lið. Þeir hafa verið með í Meistaradeildinni í ellefu ár í röð. En við komum hingað í kvöld og náðum góðum úrslitum. Við áttum skilið að fara áfram," sagði Temuri Kesbaia, þjálfari Famagusta.

Grikkirnir sóttu stíft að marki Kýpverjanna í kvöld en Albaninn Arian Beqaj átti stórleik í marki Famagusta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×