Lífið

Segja Obama vera framsóknarmann

Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík.
Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík.

„Það stefnir allt í að vinur okkar í Bandaríkjunum, framsóknarmaðurinn Barack Obama, verði kjörinn forseti í nótt. Nú er að bíða og sjá og vona það besta. Eitt er víst að sögulegir hlutir munu gerast í nótt," segir á heimasíðu Alfreðs, Sameinaðs félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík.

Rökstuðningur fyrir fullyrðingunni fylgir síðan á eftir.

„Við ungir framsóknarmenn höfum verið í góðu sambandi við vini okkar í systurfélaginu í Bandaríkjunum, YDA (The Young Democrats of America) en SUF og YDA eru samherjar í regnhlífarsamtökunum IFLRY (International Federation of Liberal Youth). Við óskum þeim alls hins besta og megi þessi nótt leiða til nýrrar framsóknar lýðræðis og friðar í Bandaríkjunum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.