Lífið

Búist við 700 manns á Fanfest um næstu helgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri Eve Online.
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri Eve Online.

Árleg Fanfest hátíð CCP verður haldin í Laugardalshöll helgina 6.-8. Nóvember næstkomandi. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Talsmenn CCP segjast eiga von á 700 Eve online spilurum til landsins gagngert til að hitta starfsfólk CCP, hitta aðra Eve online spilara og fræðast um það sem er á döfinni hjá EVE Online. Þá sé von á tæplega 100 blaðamönnum alls staðar að til að fjalla um viðburðinn. Búast megi við að um það bil 120 miljónir króna sem koma inn í íslenskt hagkerfi vegna viðburðarins ef miðað sé við flug, hótel, aðgangsmiði og almennt uppihald.

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir í tilkynningu að Fanfest sé enginn nördaráðstefna, því Eve sé alls ekki hin venjulegi tölvuleikur. Erlendir fjölmiðlar, á borð við New York Times, Financial Times, Business week, The Economist og fleiri, hafi sýnt EVE Online mikinn áhuga og t.d. fjallað um það hvernig fólk hafi þjálfað upp stjórnendahæfileika sína við að spila leikinn og í framhaldinu orðið framkvæmdastjóra. Einnig hvernig fyrsta lýðræði heimsins hafi stofnað fyrsta sýndarveruleikalýðræði í heimi.

Hjá CCP starfa nú 390 starfsmenn í 3 löndum og hátt í 200 starfsmenn á skrifstofunni í Reykjavík. Áskrifendafjöldi á Eve online sé nú tæplega 250 þúsund.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.