Íslenski boltinn

Valur svo gott sem orðið Íslandsmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í dag.

Valur vann í dag 5-1 sigur á Fylki í Árbænum í næstsíðustu umferð Landsbankadeildar kvenna og er þar með svo gott sem búið að tryggja sér sigur í deildinni.

Liðið er með þriggja stiga forystu á KR sem vann 7-1 sigur á Fjölni í dag en KR á lítinn sem engan möguleika að ná efsta sætinu af Val.

Valur þyrfti þá að tapa fyrir Stjörnunni í lokaumferðinni og KR að vinna Aftureldingu með um það bil 25 marka mun.

Keflavík vann í dag 6-1 sigur á Aftureldingu og þá gerðu Breiðablik og HK/Víkingur heldur óvænt 2-2 jafntefli.

Stjarnan og Þór/KA gerðu svo 1-1 jafntefli.

HK/Víkingur og Fjölnir eru fallin úr Landsbankadeild kvenna.

Úrslit dagsins:

Fylkir - Valur 1-5

0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (15.)

0-2 Hallbera Guðný Gísladóttir (39.)

0-3 Margrét Lára Viðarsdóttir (62.)

0-4 Margrét Lára Viðarsdóttir (78.)

0-5 Kristín Ýr Bjarnadóttir (84.)

1-5 Ruth Þórðar Þórðardóttir (88.)

Breiðablik - HK/Víkingur 2-2

0-1 Berglind Bjarnadóttir (10.)

1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (27.)

2-1 Sjálfsmark (38.)

2-2 Lilja Dögg Valþórsdóttir (90.)

KR - Fjölnir 7-1

Stjarnan - Þór/KA 1-1










Fleiri fréttir

Sjá meira


×