Kubbisminn Hallgrímur Helgason skrifar 26. júlí 2008 13:24 Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennarahúsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta bárujárnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti heldur byggðu það smiðir, „eftir auganu". Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuversjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greinilega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýlinu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergámur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglustrikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsáraarkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálglerjaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við ðalbyggingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbismans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunargleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust háglerjað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjargötu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir steindauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennarahúsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta bárujárnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti heldur byggðu það smiðir, „eftir auganu". Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuversjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greinilega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýlinu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergámur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglustrikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsáraarkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálglerjaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við ðalbyggingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbismans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunargleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust háglerjað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjargötu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir steindauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun