Aðgerðir ráðast af skynsemi og nauðsyn 17. september 2008 00:01 Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Landsbankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsynlegum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risafyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi framtíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Landsbankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsynlegum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risafyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi framtíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun